Fjörug helgi framundan



Um helgina fara fram Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss og í sundi. Keppni í frjálsum fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en keppni í sundi fer fram í Laugardalslaug. Í frjálsum er aðeins keppt á laugardag, 5. apríl, en í sundi er keppt bæði á laugardag og sunnudag (5.-6. apríl). Bæði mótin hefjast á laugardag kl. 13:00.

Fremsta sund- og frjálsíþróttafólk landsins úr röðum fatlaðra er nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir stór verkefni en í ágústmánuði fara Evrópumót fram í sundi og frjálsum. EM í sundi verður í Hollandi en EM í frjálsum í Wales.

Mótsskrá - frjálsar innanhúss 2014
Mótsskrá - sund 2014

Mynd/ Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir mun ekki láta sig vanta á Íslandsmótið í frjálsum.