Vetrarólympíumótsfararnir þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson komu heim til Íslands eftir útgerðina í Sochi síðastliðinn mánudag. Á þriðjudag bauð Bláa Lónið þátttakendum í mótinu til hádegisverðar á veitingastaðnum Lava í Bláa Lóninu en Bláa Lónið er einn af helstu styrktar- og samstarfsaðilum Íþróttasambands fatlaðra.
Af þessu tilefni gáfu íþróttamennirnir Bláa Lónunu áritaðan auglýsingastand sem ÍF hafði fyrir Vetrarólympíumótið notað til kynningar á verkefninu. Eins og góðum þjóðfélagsþegnum sæmir hafa þau Erna og Jóhann mikið dálæti á íslenska lambakjötinu og var það framreitt að hætti hússins á Lava við miklar og góðar undirtektir matargesta.
Mynd/ Inga Gylfa: Erna og Jóhann við auglýsingastandinn sem þau síðan árituðu fyrir Bláa Lónið.