Jóhann Þór Hólmgrímsson keppir í stórsvigi í dag á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Þetta er síðasta grein Jóhanns á mótinu en hann hefur þegar keppt í svigi þar sem honum tókst ekki að komast í síðari ferð keppninnar eftir að hafa misst út hlið í brautinni. Svigkeppnin var frumraun Jóhanns á Vetrarólympíumóti en hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í alpagreinum á mótinu. Skíðamennska hans var ljómandi góð fram að hliðinu sem slapp og var Jóhann staðráðinn í að gera betur í dag!
Rétt eins og í sviginu mun Jóhann vera með síðustu mönnum af stað í fyrstu ferð en hann er nr. 110 í rásröðinni. Keppnin í svigi sitjandi karla hefst kl. 10:45 að staðartíma eða kl. 6:45 að íslenskum tíma.
Keppnisdagskráin í stórsvigi sitjandi karla í dag