Jóhann keppir í svigi í dag



Annar keppnisdagur íslenska hópsins er runninn upp á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi í Rússlandi. Nú er röðin komin að Jóhanni Þór Hólmgrímssyni að spreyta sig í svigi. Jóhann, líkt og Erna Friðriksdóttir, keppir í sitjandi flokki en 41 skíðamaður er skráður til leiks í svigið í dag í sitjandi flokki karla.

Jóhann er fjórði síðastur til að takast á við svigið í sínum flokki en hann sagði í viðtali í gær að líkast til myndu Japanir láta vel að sér kveða í dag. Við ræddum við Ernu eftir svigkeppnina hennar í gær sem og Jóhann um daginn í dag en viðtölin við þau bæði má sjá hér að neðan.

Keppnisskráin í svigi í dag, sitjandi karlar

Viðtöl við Ernu og Jóhann:
)