Í morgun fór fram „Team Welcome Ceremony“ í fjallaþorpi Ólympíumótsins í Sochi þar sem íslenski hópurinn var boðinn velkominn á leikana. Þjóðsöngur Íslands var leikinn við athöfnina á meðan íslenski fáninn var dreginn að húni.
Keppendurnir Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson lentu í Sochi í nótt ásamt þjálfurum sínum Kurt og Starlene og héldu rakleiðis inn í mótttökuathöfnina eftir að hafa komið sér vel fyrir í þorpinu.
Íslenski hópurinn sem dvelur í fjallaþorpinu er nú allur kominn til Rússland og hefjast nú frekari æfingar og undirbúningur fyrir keppnina en keppnisdagar Ernu og Jóhanns eru 13.-16. mars næstkomandi. Sjálf opnunarhátíðin fer svo fram á föstudag.
Mynd/ Frá mótttökuathöfninni í Ólympíumótsþorpinu í morgun.