Hluti íslenska hópsins er nú kominn til Sochi þar sem vetrarólympíumót fatlaðra verður sett þann 7. mars næstkomandi með mikilli opnunarhátíð sem jafnan nær hápunkti með inngöngu íþróttamanna á Ólympíuleikvanginum.
Íslenski fáninn blakti við hún í Costal Ólympíumótsþorpinu í morgun þegar íslensku sveitina bar að garði en eftir stutta dvöl í strandþorpinu var haldið áleiðis upp í fjöll.
Flest hver löndin eru nú að týnast inn í fjallaþorpið og æfingar hafnar en keppendurnir Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson mæta til Sochi árla dags á miðvikudag.
Keppnisdagskrá Ernu og Jóhanns í Sochi