Hulda með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi



Frjálsíþróttakonan Hulda Sigurjónsdóttir setti á dögunum nýtt og glæsilegt Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss er hún varpaði kúlunni 9,34 metra á Meistaramóti Íslands. Hulda sem keppir í flokki F20, flokki þroskahamlaðra, bætti met sitt um 14 sentimetra en það Íslandsmet hafði staðið frá Aðventumóti Ármanns sem fram fór síðastliðinn desember.

Þá jafnaði Ingeborg Eide Garðarsdóttir Íslandsmet sitt í kúluvarpi á sama móti en Ingeborg keppir í flokki F37, flokki spastískra. Ingeborg varpaði kúlunni 7,50 metra.

Mynd/ Hulda Sigurjónsdóttir á Íslandsmóti fatlaðra í frjálsum sumarið 2013.