Eldey styrkir Íþróttasamband fatlaðra


Kiwanisklúbburinn Eldey afhenti nýlega styrk til Íþróttasambands fatlaðra og fór afhendingin fram í húsakynnum Eldeyjar að Smiðjuvegi 13 a, Kópavogi.


Fulltrúi frá Íþróttasambandi fatlaðra veitti móttöku styrknum sem mun verða settur í verkefni er tegngist sumardvöl að Laugarvatni  fyrir fatlaða en Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra hafa verið starfræktar á Laugarvatini síðan 1986.  

 

Til upplýsinga þá er Kiwanisklúbburinn Eldey er 60 manna hópur sem hittist 2 í mánuði og vinnur að markmiðum Kiwanis.  Þeir sem hafa áhuga

á að kynnast Kiwanis og vera með í að gera þennan heim enn betri er  bent á að skoða  Kiwanis.is/eldey.

 

Íþróttasamband fatlaðra hefur um lagt árabil notið velvildar Kiwanisklúbba um land allt sem lagt hafa ómælda fjármuni í hin ýmsu verkefni sem sambandið hefur staðið fyrir.

 

Á myndinni er fulltrúi frá Íþróttasambandi fatlaðra ásamt, forseta Eldeyjar og styrktrarnefnd Eldeyjar.