Nóg við að vera í upphafi árs



Skíðafólkið Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson hófu nýja árið 2014 með látum en þau eru nú stödd í Winter Park í Denver í Bandaríkjunum. Erna og Jóhann eru í óðaönn við undirbúning fyrir þátttöku sína í Vetrarólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Sochi í Rússlandi dagana 7.-16. mars næstkomandi. Dagana 1.-3. janúar síðastliðinn kepptu Erna og Jóhann á móti í Winter Park þar sem þau stunda æfingar og var árangurinn sem hér segir:

Erna Friðriksdóttir
 
Svig

4. sæti
Fyrsta ferð 1:19,20 mín - Önnur ferð 1:24,78 mín.
 
Stórsvig - Dagur 1
5. sæti
Fyrsta ferð 1.39,09 mín - Önnur ferð 1:41,62 mín.
 
Stórsvig - Dagur 2
6. sæti
Fyrsta ferð 1.24,20 mín - Önnur ferð 1.31,63 mín.
 
Jóhann Þór Hólmgrímsson
 
Svig
10. sæti
Fyrsta ferð 1.23,71 mín - Önnur ferð 1:25,19 mín.
 
Stórsvig - Dagur 1
9. sæti - Fyrsta ferð 1.31,66 mín. - Önnur ferð 1.24,74 mín.
 
Stórsvig - Dagur 2
Lauk ekki keppni

Heimasíða Vetarólympíumóts fatlaðra