Kristín sjöunda inn í heiðurshöllina



Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ og er þar með sjöundi einstaklingurinn sem hlotnast þessi heiður. Tilkynnt var um þetta á hófi Íþróttamanns ársins þann 28. desember síðastliðinn en hófið er haldið árlega af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Samtökum íþróttafréttamanna.

Á ferli sínum setti Kristín Rós 60 heimsmet og níu Ólympíumótsmet! Fyrir í heiðurshöllinni áður en tilkynnt var um inngöngu Kristínar voru Vilhjálmur Einarsson, Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Sigurjón Pétursson, Jóhannes Jósefsson og Albert Guðmundsson.

Mynd/ Jón Björn Ólafsson - Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Kristín Rós Hákonardóttir við hóf Íþróttamanns ársins þegar Kristín Rós var tekin inn í Heiðurshöllina.