Tímabilið hafið í Bandaríkjunum hjá Ernu og Jóhanni



Erna Friðriksdóttir og Jóhann Hólmgrímsson sem æfa hjá NSCD í Winter Park fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sochi 2014 hófu keppnistímabilið í síðustu viku í Copper Mountain þar sem þau kepptu í stórsvigi.

Tvær ferðir eru farnar hvorn keppnisdag og fyrri keppnisdag 9. desember varð Jóhann Þór í 22. sæti en Erna kláraði ekki seinni ferð. Seinni keppnisdag 10. desember varð Erna í 11 sæti en Jóhann kláraði ekki fyrri ferð.
 
Samkvæmt rankinglista IPC í desember 2013 er  Erna í 14. sæti í svigi og 19. sæti í stórsvigi og Jóhann er í 83. sæti í svig og 97. sæti í stórsvigi.  Bæði hafa þau hækkað sig upp á heimslistanum frá fyrra ári.

Á heimslista kvenna í svigi eru 36 konur í svigi og 28 í stórsvigi en 101 karlar í svigi og 98 í stórsvigi.