Helgi Íþróttamaður Ármanns 2013



Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson sópar til sín verðlaununum þessi dægrin en um helgina var hann útnefndur Íþróttamaður Ármanns 2013. Helgi var einnig á dögunum útnefndur Íþróttakarl ársins úr röðum fatlaðra.

Á heimasíðu Ármenninga segir:

Kempan er Reykvíkingur, fæddur 1979. Helgi fékk krabbamein í sköflungsbein hægri fótar 1998 og var fóturinn tekinn af fyrir ofan hné.
Frjálsíþróttaiðkun Helga hófst vorið 2011 með keppni á Ólympíumóti í Ríó 2016 sem helsta markmið. Framfarir urðu mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eftir eitt ár í þjálfun var Helgi með A-lágmark í þremur greinum, 100m hlaupi, langstökki og spjótkasti.

Það er í spjótkasti sem Helgi hefur blómstrað. Hann náði fimmta sæti á Ólympíumóti fatlaðr 2012. Á liðnu ári náði Helgi síðan þeim magnaða árangri að ná heimsmeistaratitli í spjótkasti í sínum flokki á HM í frjálsum fatlaðra í Lyon. Sigurkast Helga mældis 50,98 metrar.

Mynd/ Helgi Sveinsson ásamt þjálfara sínum Kára Jónssyni sem einnig er landsliðsþjálfari Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum.