Í tilefni 40 ára afmælis íþróttafélagsins Akurs á Akureyri á næsta ári mun Íslandsmót ÍF 2014 í boccia sveitakeppni, borðtennis og lyftingum verða í umsjón íþróttafélagsins Akurs og fara fram á Akureyri.
Mótið hefst á föstudagsmorgni 11. apríl og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldi 12. apríl 2014, nánari tímasetningar koma síðar.
Borðtennis verður í höndum borðtennisdeildar Akurs en lyftingar í umsjá Kraftlyftingafélags Akureyrar .
Umsjón bocciamóts í samvinnu við boccianefnd verður í höndum Hængsmanna sem ætla að samtengja Hængsmót við Íslandsmót ÍF í tilefni 40 ára afmælisárs Akurs.
Íslandsmót í 50 m sundgreinum og frjálsum íþróttum verður í Reykjavík sömu helgi en aðstaða er ekki til staðar á Akureyri fyrir þessar tvær greinar. Það er von stjórnar ÍF að aðildarfélög ÍF um land allt fagni þessu góða framtaki íþróttafélagsins Akurs og mæti með stóran hóp norður á 40 ára afmælisári félagsins