Í gærkvöldi voru hin árlegu Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent og átti Íþróttasamband fatlaðra einn fulltrúa í hópnum en Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics hlaut tilnefningu í flokki einstaklinga fyrir að hvetja fatlað fólk til að stunda fjölbreyttar íþróttir.
Tilnefnt var í fleiri flokkum en í flokki einstaklinga var það svo Margrét N. Norðdahl sem hlaut Hvatningarverðlaunin fyrir að tengja listsköpun fatlaðra og ófatlaðra með listahátíðinni „List án landamæra.“
Hvatningarverðlaunin voru afhent í gærkvöldi á alþjóðadegi fatlaðra en þetta var í sjöunda sinn sem Öryrkjabandalag Íslands veitir Hvatningarverðlaunin.
Íþróttasamband fatlaðra óskar öllum verðlaunahöfum og tilnefndum til hamingju og er stolt af því að hafa átt fulltrúa á meðal tilnefndra.
Mynd/ Anna Karólína á sumarleikum Special Olympics í Grikklandi ásamt vöskum lyftingamönnum frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík.