Spennandi tilboð í Winter Park Colorado– frábært tækifæri



NSCD Winter Park Colorado er að bjóða íslenskri konu að koma til Winter Park og taka þátt í verkefni sem tengist skiðaþjálfun fatlaðra.
Hún mun fá kennslu og leiðbeiningar og taka síðan þátt í þjálfun og kennslu með öðrum víða að úr heiminum.
Viðkomandi þarf að vera á staðnum frá 13. janúar til 15. apríl 2014, tala ensku, kunna að skíða og hafa áhuga á verkefninu.
Í boði er gisting,  200 dollara inneign mánaðarlega í matvörubúðinni og upplifun sem aldrei gleymist
 
The National Sport Center for disability, NSCD sem er staðsett í  Winter Park Colorado hefur verið samstarfaðili ÍF frá árinu 2006.   
Tveir íslenskir skíðamenn æfa þar nú fyrir vetrarólympíuleika fatlaðra í Sochi 2014 og njóta handleiðslu færustu þjálfara NSCD.
Fólk alls staðar að úr heiminum kemur til  NSCD  að aðstoða og leiðbeina fötluðu skíðafólki og sumir koma ár eftir ár.
Látið þetta berast – tækifæri sem er einstaklega spennandi fyrir ævintýragjarnar íslenska konur

www.nscd.org
www.facebook.com/pages/National-Sports-Center-for-the-Disabled/63972531146?fref=ts

Mynd/ Erna Friðriksdóttir er nú við æfingar í Winter Park og nýtur þar handleiðslu færustu þjálfara NSCD.