Skíðafólkið Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson eru komin til Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum en þar verða þau við æfingar næstu mánuði fram að Vetrarólympíumóti fatlaðra sem fram fer í mars á næsta ári í Sochi í Rússlandi.
Heimasíða ÍF náði stuttlega í skottið á Jóhanni Þór: „Nú hafa æfingarnar staðið yfir í viku og þetta byrjar rosalega vel. Fyrsta undirbúningsmót fyrir stóru stundina í Sochi er núna 6. desember,“ sagði Jóhann léttur á manninn.
Jóhann og Erna voru einnig síðasta vetur í NSCD Winter Park í Bandaríkjunum en þetta verður í fyrsta sinn sem Jóhann tekur þátt á Vetararólympíumóti fatlaðra en í annað sinn hjá Ernu sem var einnig í Vancouver árið 2010.
Heimasíða Vetarólympíumóts fatlaðar
Mynd/ Jóhann æfir nú af kappi fyrir Vetararólympímótið 2014.