Íslandsmóti ÍF í 25m sundlaug er lokið en mótið fór fram um helgina í Ásvallalaug. Alls voru 19 ný Íslandsmet sett á mótinu, nokkur þeirra komu á mótshlutum Sundsambands Íslands þar sem Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda náðu lágmörkum fyrir þátttöku í móti SSÍ.
Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem störfuðu við mótið.
Þá var þetta í fyrsta sinn sem sýnt er í beinni netútsendingu frá Íslandsmóti ÍF í 25m en Sport TV sá um sýningarnar á mótinu.
Íslandsmet sem fatlaðir sundmenn settu á ÍM 25 2013
Íslandsmet - föstudagur
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH - S14
400m skriðsund - 5:00,45 (mótshluti SSÍ)
200m fjórsund - 2:45,59 (mótshluti SSÍ)
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - S14
400m skriðsund - 4:06,22 mín. (undanrásir) (mótshluti SSÍ)
400m skriðsund - 4:04,89 mín. (úrslit) (mótshluti SSÍ)
200m flugsund - 2:17,61 mín. (mótshluti SSÍ)
200m skriðsund - 1:56,58 mín (mótshluti SSÍ)
Íslandsmet - laugardagur
Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR - S8
50m baksund - 38,46 sek.
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður/SH - S14
50m baksund - 36,79 sek.
100m bringusund - 1.25,97 mín.
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR - S6
50m bringusund (SB5) - 59,98 sek.
100m bringusund (SB5) - 2:03,33 mín.
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - S14
100m flugsund - 59,88 sek. (mótshluti SSÍ)
Íslandsmet - sunnudagur
Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR - S8
100m baksund - 1:21,05 mín.
100m fjórsund - 1:29,28 mín.
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR - S6
50m bringusund - 56,56 sek.
100m fjórsund - 1:49,43 sek.
Vaka Þórsdóttir, Fjörður - S11
200m skriðsund - 4:46,29
Kolbrún Alda Stefánsdótti, Fjörður/SH - S14
400m fjórsund - 5:50,69 (mótshluti SSÍ)
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - S14
100m skriðsund - 53,82 sek. (mótshluti SSÍ)
Mynd/ Jón Björn Ólafsson - Sundmennirnir sem settu Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF í 25m laug helgina 23.-24. nóvember 2013.