Svíar í pottinn fyrir Vetrarólympíumótið 2022


Svíar eru nú orðnir fjórða þjóðin sem lýst hefur áhuga á því að halda Vetrarólympíuleikana 2022 og þar af leiðandi Vetrarólympíumót fatlaðra sem færi fram tæpum tveimur vikum eftir Vetrarólympíuleikana. Þetta þýðir að alls fjórar þjóðir hafa nú áhuga á þessu verkefni en það er áðurnefnt Svíþjóð svo Noregur, Kasakstan og Úkraína.

Lokaákvörðun um hvort Svíar standi við ákvörðun sína um að halda mótið verður tekin í mars á næsta ári en það ræðst svo í júlí 2014 hver hreppir hnossið af þeim sem bjóða sig fram. Eins hafa Svíar ekki tryggt fjármagn í verkefnið en þetta skýrist á næstunni.

Svíþjóð hélt Sumarólympíuleika árið 2012 og ef landið fær Vetrarólympíuleikana þá verða þeir haldnir í Stokkhólmi sem yrði þá fyrsta höfuðborgin til þess að halda báða leikana, þ.e. sumar- og vetrarólympíuleika.


Mynd/ Verður Stokkhólmur gestgjafi á Vetrarólympíumótinu 2022?