Reykjaneshöllinni, Reykjanesbæ sunnudaginn 10. nóvember
Dagskrá Íslandsleika Special Olympics, sunnudaginn 10. nóvember
Kveikt á kyndlinum við lögreglustöðina kl. 10:20.
Eldur tendraður við Reykjaneshöllina kl 10:50.
Mótssetning kl. 11:00.
Upphitun kl. 11:10
Keppni kl. 11:20
Verðlaunaafhending kl. 13.20
Íslandsleikar eru árlegt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands. Umsjónaraðili leikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum. Auk knattspyrnu verður á sama tíma keppt í víðavangshlaupi og kúluvarpi. Dómgæsla verður í höndum dómara frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Guðni Kjartansson, íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari sér um upphitun.
Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt alfarið eftir reglum Special Olympics,Unified football sem byggir á keppni fatlaðra og ófatlaðra leikmanna. Lið verða skipuð fjórum fötluðum og þremur ófötluðum leikmönnum, konum og körlum.
Special Olympics leikar eru fyrir folk með þroskahömlun og þar gilda engin lágmörk, allir geta verið með byrjendur sem lengra komnir.
www.specialolympics.org
Nýtt verkefni – LETR - Samstarf við lögregluna á Íslandi
Special Olympics á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlegu verkefni Special Olympics sem byggir á samstarfi við lögreglumenn. ( LETR - Law enforcement Torch Run) Kyndilhlaup lögreglumanna hefur verið sett upp í tengslum við Evrópu og alþjóðaleika Special Olympics og nú mun Ísland í fyrsta skipti standa fyrir slíku hlaupi. Enska heitið er „Flame of Hope“ eða „Logi Vonarinnar“. Lögreglumenn frá Suðurnesjum og Reykjavík munu taka þátt í kyndilhlaupinu sem hefst við lögreglustöðina í Reykjanesbæ. Þar verðurkyndillinn tendraður kl. 10:20 og mun aðstoðaryfirlögregluþjónn sjá um það. Þaðan verður hlaupið í Reykjaneshöllina þar sem keppni fer fram. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun tendra eld leikanna ásamt keppanda.
Lögreglumenn verða einnig liðsmenn í knattspyrnukeppninni og Special Olympics á Íslandi fagnar þeim áhuga sem kom fram þegar leitað var til lögreglunnar um samstarf.
Umsjónarmaður LETR f.h. Special Olympics á Íslandi er Guðmundur Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður en hann er einnig formaður íþróttafélagsins Ness. Guðmundur þekkir vel til alþjóðaleika Special Olympics en hann var viðstaddur leikana í Aþenu 2011 þar sem sonur hans keppti í knattspyrnu. Guðmundur hefur verið valinn í hóp lögreglumanna frá Evrópulöndum sem munu hlaupa með kyndilinn fyrir Evrópuleika Special Olympics árið 2014 í Belgíu.
Nánari upplýsingar um Law enforcement torch run
http://www.specialolympics.org/Sections/Donate/Special_Olympics_Torch_Run.aspx
Sjá nánar upplýsingar um hlaup lögreglunnar
Hlaupið með eldinn - Kyndillinn verður tendraður utan við lögreglustöðina í Keflavík kl. 10:20 og mun aðstoðaryfirlögregluþjónn sjá um það.
Hlaupið verður norður Hringbraut, beygt austur Vatnsnesveg og inn á Hafnargötu til suðurs. Hlaupið suður Hafnargötuna fram að Reykjavíkurtorgi og beygt þá vestur Þjóðbraut. Stoppað hjá slökkvistöðinni við Þjóðbraut, þar bætast keppendur í hópinn og hlaupið saman gegnum Lundúnartorg og áfram vestur að Parísartorgi og að Reykjaneshöllinni þar sem eldurinn verður tendraður.
Keppendur mega hlaupa með frá slökkvistöðinni og síðasta spölinn. Frá slökkvistöðinni mun einn keppandi og einn lögreglumaður hlaupa í sameiningu með kyndilinn að Reykjaneshöllinni þar sem keppandinn tendrar eldinn með Lögreglustjóra Suðurnesja. Eldurinn mun síðan loga meðan á leikunum stendur.
Mynd; Guðmundur Sigurðsson, lögreglumaður með kyndilinn sem Special Olympics samtökin gáfu Íslandi nú í október
Dagskrá Íslandsleika Special Olympics, sunnudaginn 10. nóvember
Kveikt á kyndlinum við lögreglustöðina kl. 10:20.
Eldur tendraður við Reykjaneshöllina kl 10:50.
Mótssetning kl. 11:00.
Upphitun kl. 11:10
Keppni kl. 11:20
Verðlaunaafhending kl. 13.20
Íslandsleikar eru árlegt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands. Umsjónaraðili leikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum. Auk knattspyrnu verður á sama tíma keppt í víðavangshlaupi og kúluvarpi. Dómgæsla verður í höndum dómara frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Guðni Kjartansson, íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari sér um upphitun.
Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt alfarið eftir reglum Special Olympics,Unified football sem byggir á keppni fatlaðra og ófatlaðra leikmanna. Lið verða skipuð fjórum fötluðum og þremur ófötluðum leikmönnum, konum og körlum.
Special Olympics leikar eru fyrir folk með þroskahömlun og þar gilda engin lágmörk, allir geta verið með byrjendur sem lengra komnir.
www.specialolympics.org
Nýtt verkefni – LETR - Samstarf við lögregluna á Íslandi
Special Olympics á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlegu verkefni Special Olympics sem byggir á samstarfi við lögreglumenn. ( LETR - Law enforcement Torch Run) Kyndilhlaup lögreglumanna hefur verið sett upp í tengslum við Evrópu og alþjóðaleika Special Olympics og nú mun Ísland í fyrsta skipti standa fyrir slíku hlaupi. Enska heitið er „Flame of Hope“ eða „Logi Vonarinnar“. Lögreglumenn frá Suðurnesjum og Reykjavík munu taka þátt í kyndilhlaupinu sem hefst við lögreglustöðina í Reykjanesbæ. Þar verðurkyndillinn tendraður kl. 10:20 og mun aðstoðaryfirlögregluþjónn sjá um það. Þaðan verður hlaupið í Reykjaneshöllina þar sem keppni fer fram. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun tendra eld leikanna ásamt keppanda.
Lögreglumenn verða einnig liðsmenn í knattspyrnukeppninni og Special Olympics á Íslandi fagnar þeim áhuga sem kom fram þegar leitað var til lögreglunnar um samstarf.
Umsjónarmaður LETR f.h. Special Olympics á Íslandi er Guðmundur Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður en hann er einnig formaður íþróttafélagsins Ness. Guðmundur þekkir vel til alþjóðaleika Special Olympics en hann var viðstaddur leikana í Aþenu 2011 þar sem sonur hans keppti í knattspyrnu. Guðmundur hefur verið valinn í hóp lögreglumanna frá Evrópulöndum sem munu hlaupa með kyndilinn fyrir Evrópuleika Special Olympics árið 2014 í Belgíu.
Nánari upplýsingar um Law enforcement torch run
http://www.specialolympics.org/Sections/Donate/Special_Olympics_Torch_Run.aspx
Sjá nánar upplýsingar um hlaup lögreglunnar
Hlaupið með eldinn - Kyndillinn verður tendraður utan við lögreglustöðina í Keflavík kl. 10:20 og mun aðstoðaryfirlögregluþjónn sjá um það.
Hlaupið verður norður Hringbraut, beygt austur Vatnsnesveg og inn á Hafnargötu til suðurs. Hlaupið suður Hafnargötuna fram að Reykjavíkurtorgi og beygt þá vestur Þjóðbraut. Stoppað hjá slökkvistöðinni við Þjóðbraut, þar bætast keppendur í hópinn og hlaupið saman gegnum Lundúnartorg og áfram vestur að Parísartorgi og að Reykjaneshöllinni þar sem eldurinn verður tendraður.
Keppendur mega hlaupa með frá slökkvistöðinni og síðasta spölinn. Frá slökkvistöðinni mun einn keppandi og einn lögreglumaður hlaupa í sameiningu með kyndilinn að Reykjaneshöllinni þar sem keppandinn tendrar eldinn með Lögreglustjóra Suðurnesja. Eldurinn mun síðan loga meðan á leikunum stendur.
Mynd; Guðmundur Sigurðsson, lögreglumaður með kyndilinn sem Special Olympics samtökin gáfu Íslandi nú í október