Frjálsíþróttanefnd ÍF með vel heppnaðar æfingar á Akureyri



Frjálsíþróttanefnd ÍF stóð fyrir opnum æfingabúðum í Boganum á Akureyri um helgina (1.-3. nóv). Fimm íþróttamenn ásamt Kristínu Lindu Kristinsdóttur formanni frjálsíþróttanefndarinnar og þjálfurunum Kára Jónssyni og Ástu Katrínu Helgadóttur fóru akandi úr höfuðborginni á föstudag og til baka á sunnudag. Æft var á föstudagskvöld og tvisvar á laugardag ásamt 5 íþróttamönnum úr Eikinni. Æfingarnar gengu vel. Gist var á gistiheimilinu Súlur í grennd við sundlaugina. Linda sá um matseld fyrir sunnanmenn.

Þátttakendur voru:
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Jón Oddur Halldórsson og Pálmi Guðlaugsson.
Frá Eikinni voru Kristófer, Héðinn, Matthías, Stefanía Daney og María mætt ásamt þjálfara sínum sem er Egill Þór Valgeirsson.



Myndir/ Jón Óskar Ísleifsson