Um síðustu helgi fór fram Styrktarbrunch Bláa Lónsins til handa Íþróttasambandi fatlaðra og var uppselt á viðburðinn. Allur ágóði af verkefninu rann til Íþróttasambands fatlaðra.
Þetta var annað árið í röð sem viðburðurinn fer fram en á síðasta ári gerði Bláa Lónið samstarfssamning við Íþróttasamband fatlaðra og gildir samningurinn fram yfir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Brasílíu árið 2016.
Íþróttasamband fatlaðra vill nota tækifærið og þakka Bláa Lóninu kærlega fyrir þennan magnaða viðburð. Hér má svo nálgast fleiri myndir og frétt um málið á Vísir.is.
Mynd með frétt/ Hjörtur, Kolbrún, Thelma og Aníta eru nú öll stödd þessa helgi á Norðurlandamótinu í sundi sem fram fer í Svíþjóð.