Glæsilegt mót hjá Grósku



Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia einstaklingskeppni var haldið á Sauðárkróki, 24. - 26. október.  Umsjónaraðili mótsins í samvinnu við ÍF var íþróttafélagið Gróska sem skipulagði einstaklega glæsilegt mót.

Mótið er deildakeppni þar sem keppendur með mismunandi fötlun keppast um að vinna sig upp í 1 deild.  Alls er keppt í 7 deildum.    
Auk deildakeppni er keppt í rennuflokki sem er fyrir þá sem þurfa að nota rennu sem hjálpartæki og flokki BC1-4 sem er fyrir þá sem hafa skerta kastgetu en geta keppt án hjálpartækis.

Úrslit mótsins

1.  deild

1. sæti: Guðrún Ólafsdóttir, Akri
2. sæti: Eðvarð Sigurjónsson, Nes
3. Sæti: Elín Berg Stefánsdóttir, Viljanum
 
2.  deild
1. sæti: Lúðvík Frímannsson, ÍFR
2. sæti: Vilhjálmur Jónsson, Nes
3. Sæti: Jakob Ingimundarson, ÍFR
 
3.  deild
1. sæti: Kristófer Fannar Sigmarsson, Eik
2. sæti: Ásgrímur Sigurðsson, Völsungi
3. Sæti: Erla Sif Kristinsdóttir, Nes
 
4.  deild
1. sæti: Gunnar Karl Haraldsson, Ægi
2. sæti: Lena Ósk Sigurðardóttir, ÍFR
3. Sæti: Ylfa Óladóttir, Ægi
 
5.  deild
1. sæti: Kristján M. Jónasson
2. sæti: Ingunn Hinriksdóttir, ÍFR og Almar Þór Þorsteinsson, Suðra, jöfn að stigum
3. Sæti: Héðinn Jónsson, Eik
 
6.  deild
1. sæti: Sigurður Arnar Benediktsson, Nes
2. sæti: Guðrún Thelma Svansdóttir, Akri
3. Sæti: Stefán Róbertsson, Ægi
 
7.  deild
1. sæti: Rósa Björgvinsdóttir, ÍFR
2. sæti: Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik
3. Sæti: Hörður Björnsson, Suðra
 
Rennuflokkur
1. sæti: Þorsteinn Sturla Gunnarsson, ÍFR
2. sæti: Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp
3. Sæti: Þórey Rut Jóhannesdóttir, ÍFR
 
BC 1 til 4
1. sæti: Sigurður Smári Kristinsson, Þjóti
2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku
3. Sæti: Kristín Jónsdóttir, Ösp

Mynd/ Verðlaunahafar í 1. deild ásamt Salmínu S. Tavsen formanni Grósku lengst til vinstri og lengst til hægri er Margrét G. Kristjánsdóttir stjórnarmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra.