Jóhann varð eftir í riðlinum á Ítalíu



Evrópumeistaramót fatlaðra í borðtennis fór fram á dögunum þar sem Ísland átti einn fulltrúa en Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, vær mættur út á meðal þeirra bestu.
Jóhann komst ekki upp úr sínum riðli í einliðaleik þar sem hann tapaði öllum þremur leikjum sínum, 3-1 og svo tveimur leikjum 3-0.

Jóhann var að vonum svekktur með að komast ekki upp úr riðlinum enda var vel tekið á því í undirbúningnum. Jóhann er á meðal reyndustu íþróttamanna úr röðum fatlaðra en keppnin í borðtennis er hörð og fjölmenn og útgerð Jóhanns æði strembin þar sem stöðugt þarf að leggja land undir fót í þeim tilgangi að ávinna sér stig sem tryggja þátttökurétti á stórmótum.