
Æfingar munu eins og áður fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á fimmtudögum frá kl. 16:30-17:30 og eru öll börn með fötlun á aldrinum 13 ára og yngri velkomin.
Hópurinn hefur síðustu misseri tekið þátt í Íslandsmótum ÍF í frjálsum en keppa þá sem sér hópur þar sem allir fá þátttökuverðlaun og hefur þessi þátttaka hópsins sett bæði skemmtilegan svip á Íslandsmótið og margir innan hópsins tekið athyglisverðum framförum.
Við hvetjum alla til þess að mæta og prófa en æfingar hefjast nú á fimmtudag, 10. október. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍF fyrir nánari upplýsingar eða við Lindu í síma 8627555 og Theodór í síma 6630876.