Goalball-æfingar ÍFR og Blindrafélagsins



Laugardaginn 5. október næstkomandi hefjast Goalball-æfingar á vegum Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og Blindrafélagsins. Goalball (blindrabolti) er boltaíþrótt sem stunduð er á velli á stærð við blakvöll og ætluð blindum og sjónskertum en allir getað stundað þessa skemmtilegu íþrótt.
 
Æfingar verða á laugardögum í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík frá kl.11 til 12. Og eftir Goalballæfingarnar geta eldri iðkendur farið í þreksalinn milli kl. 12 til 13 til að stunda líkamsrækt. Ingóflur Arnarsson og Ragna Baldvinsdóttir verða þjálfarar við æfingarnar en Ingólfur er þaulreyndur í markbolta og Ragna er meistaranemi í Íþróttafræðum við Hákskóla Íslands.
Engin æfingagjöld verða rukkuð fram að áramótum meðan tilraunaverkefnið stendur yfir.

Allar nánari upplýsingar og skráning á Goalball-æfingarnar veitir Halldór Guðbergsson á halldor@midstod.is eða í síma 8605810.

Mynd/ Goalball eða blindrabolti nýtur síaukinna vinsælda og er orðin mjög stór íþróttagrein á Ólympíumóti fatlaðra.