Boltadagur ÍF og Össurar



Föstudaginn 11. október næstkomandi munu Æskubúðir ÍF og Össurar standa saman að boltadegi í Ásgarði í Garðabæ. Dagurinn er ætlaður börnum með fötlun sem eru 13 ára og yngri. Nemendur við Íþróttafræðadeild Háskóla Íslands munu sjá um framkvæmd boltadagsins sem hefst kl. 17:00 og stendur til 18:30.

Öll börn 13 ára og yngri með fötlun eru velkomin. Við hvetjum einnig til þess að systkini þeirra sem sækja boltadaginn taki þátt í verkefninu sem og mamma og pabbi að sjálfsögðu.

Boltadagurinn er öllum að kostnaðarlausu.

Æskubúðir ÍF og Össurar hafa staðið að nokkrum verkefnum, t.d. boltadegi í Laugardalshöll sem tókst mjög vel til sem og sunddagur, frjálsíþróttadagur, útileikjadagur og fleira.

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 eða á if@isisport.is