Kynningarverkefnið „Vertu með“ heldur áfram og að þessu sinni er það Arnar Helgi Lárusson sem skorar á fólk að vera með. Arnar er frjálsíþróttamaður hjá Nes og er eini Íslendingurinn sem stundar hjólastólakappakstur svo þegar hann segir „Vertu með“ þá meinar hann það!
Einkunnarorð okkar hjá Íþróttasambandi fatlaðra eru: „Stærsti sigurinn er að vera með!“ og til þess að vera með þarf að mæta, kynna sér starfsemi aðildarfélaganna og reyna fyrir sér þangað til íþrótt eða líkamsrækt við hæfi er fundin.
Þú getur byrjað hér! Hlekkur á öll aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra.
Vertu með: Stefanía Daney Guðmundsdóttir
Vertu með: Hjörtur Már Ingvarsson