Björn Valdimarsson alþjóðlegur sunddómari



Björn Valdimarsson sundnefndarmaður hjá ÍF varð fyrr á þessu ári alþjóðlegur sunddómari með leyfi FINA (alþjóða sundsambandsins). Hér að neðan rekur Björn fyrir okkur stuttlega um hvað málið snýst.

FINA alþjóðasundsamtökin byggja upp dómarteymi samkvæmnt alþjóðlegum stöðlum sundsins og löndin sem eru aðilar að þeim geta sótt um að einstkalingar komist á listann sem gildir dómarar í fjögur ár hverju sinni. Hlutverk Alþjóðasunddómara er dómgæsla á öllum alþjóðamótum sem eru haldin sem eru t.d Smáþjóðaleikar Evrópumeistaramót og Heimsmeistaramót og Ólympíuleikum og hlutverkin eru allt frá yfirdómara til almennrar brautardómgæslu og aðeins alþjóðlegir dómarar starfa á þessum mótum.

Engin Alþjóðamót sem haldin eru öðlast gildi nema Alþjóðlegur yfirdómari hafi stýrt mótinu. Þetta gildir um mót sem haldin eru undir merkjum FINA, LEN og IPC. Ísland á fimm alþjóðlega yfirdómara og fjóra alþjóðlega ræsa 1.Janúar 2013 sem eru á tveimur opinberum listum sem í dag eru Listi 16 sem rennur út 31. desember 2014 og Listi 17 sem rennur út 31. desember 2016 og eru einstaklingar yfirleitt 2-3 tímabil á þessum listum. Þeir sem fara á þessa lista hér á Íslandi eru yfirdómarar sem hafa staðið sig vel í sínum störfum og eru tilnefndir af Sundsambandi Íslands til FINA. 

Alþjóðlegir dómarar eru í stanslausri þjálfun og upprifjun allan tíman enda eru breytingar á Sundreglum eftir hverja Ólympíuleika fastir liðir. Sundreglur IPC taka líka breytingum á sama tíma. FINA og IPC senda uppfærslur af reglum sínum yfirleitt einu sinni á ári. Sem dæmi um breytingar sem áttu sér stað 2012 er núna skylt að alþjóðlegir dómarar skoði sundfatnað sundmanna á Alþjóða mótum áður en þau fá að fara í riðlaherbergi.

Mynd/ Björn ásamt kollegum sínum á EM unglinga sem fram fór í Póllandi fyrr í sumar.