Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, komst í morgun í úrslit í 50m skriðsundi í flokki S6 á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Thelma synti á tímanum 41,65 sek en Íslandsmet hennar í greininni er 40,94 sek.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Thelma nái að bæta sitt eigið Íslandsmet í úrslitum í kvöld en úrslitin hefjast kl. 17:22 að staðartíma eða kl. 21.22 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með í beinni netútsendingu með því að smella á tengilinn hér ofarlega vinstra megin á forsíðunni.