Keppnisdagskrá Íslands í Montréal



Mánudaginn 12. ágúst næstkomandi hefst keppni á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Mótið fer fram í Montréal í Kanada og munu fjórir íslenskir keppendur láta til sín taka hér ytra. Keppnisdagskrá íslenska hópsins má sjá hér að neðan en íslensku sundmennirnir eru Jón Margeir Sverrisson Fjölni, Kolbrún Alda Stefánsdóttir SH/Firði, Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR og Hjörtur Már Ingvarsson Firði.

Dagskrá íslensku keppendanna:

Mánudagur 12. ágúst    Besti tími        Íslandsmet

Thelma Björg    400 m frjálst    6:14,17        6:14,17
Jón Margeir    200 m skrið    1:59,62        1:59,62
Kolbrún Alda    200 m skrið    2:23,01        2:23,01

Þriðjudagur 13. ágúst    Besti tími        Íslandsmet
Hjörtur        200 m skrið    3:16,33        3:16,33

Miðvikudagur 14. ágúst    Besti tími        Íslandsmet
Thelma Björg    50 m frjálst    0:40,94        0:40,94   

Fimmtudagur 15. ágúst    Besti tími        Íslandsmet

Hjörtur     200 m fjór    4:07,07        4:07,07

Föstudagur 16. ágúst        Besti tími        Íslandsmet
Jón Margeir    100 m bringa    1:13,91        1:13,91
Kolbrún Alda    100 m bringa    1:27,79        1:27,79
Thelma Björg    100 m bringa    2:23,00        2:22,60       

Laugardagur 17. ágúst    Besti tími        Íslandsmet
Hjörtur        100 m skrið    1:33,86        1:33,86

Sunnudagur 18. ágúst    Besti tími        Íslandsmet
Thelma Björg    100 m frjálst    1:25,22        1:25,22           
Jón Margeir    200 m fjór    2:23,72        2:23,72   
Kolbrún Alda    200 m fjór    2:45,18        2:45,18

Mynd/ Jón Margeir Sverrisson svalaði sér í lauginni eftir æfingu íslenska hópsins í gær. Jón keppir í sinni helstu grein á mánudag en það er 200m skriðsund í flokki S14 en hann vann einmitt til gullverðlauna á Ólympíumótinu í London í þessari grein.