Matthildur stórbætti Íslandsmetið



Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum er nú hafið í Lyon í Frakklandi og hafa Íslendingar þegar látið til sín taka á mótinu. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir reiða á vaðið í morgun í 200m. hlaupi þegar hún stórbætti Íslandsmet sitt sem sett var á Ólympíumóti fatlaðra í London á síðasta ári.

Matthildur kom í mark á tímanum 31,63 sek. en ríkjandi met fyrir hlaupið í morgun var 32,16 sek. Matthildur hafnaði í 10. sæti af 14 keppendum en besta tímanum náði Frakkinn Mandy Francois-Elie en hún bætti sjálft heimsmetið er hún kom í mark á tímanum 28,35 sek í flokki T37 (flokki spastískra). Matthildur verður svo aftur á ferðinni á þriðjudag þegar hún keppir í 100m. hlaupi.

Hægt er að fylgjast nánar með gangi mála á Facebook-síðu ÍF