Minningarmót Harðar Barðdal var haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 15. júlí.
Mótið er haldið árlega á vegum GSFÍ ( golfsamtaka fatlaðra) til minningar um Hörð Barðdal, sem vann markvisst að því að fá fatlað fólk á Íslandi til þess að stunda golf. Þátttaka var góð og mikil stemming ríkti á mótinu eins og undanfarin ár.
Veitt voru verðlaun í flokki fatlaðra og ófatlaðra og einnig var afhentur hvatningarbikar GSFÍ sem er farandbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal í minningu hans.
Úrslit
Fatlaðir
1. Bjarki Guðnason
2. Elín Fanney Ólafsdóttir
3. Sigurður Bjarki Haraldsson
Ófatlaðir
1. Birgir Hólm
2. Valgerður Bjarnad.
3. Björn M Jónasson
Hvatningarbikar GSFÍ
Ásmundur Þór Ásmundsson