Vertu með: Hjörtur Már Ingvarsson



Íþróttasamband fatlaðra setur nú af stað kynningarverkefni tengt íþróttum fatlaðra og fötluðum íþróttamönnum. Verkefninu „Vertu með“ er ætlað að hvetja fleiri einstaklinga með fötlun til þess að kynna sér starfsemi íþróttafélaga fatlaðra í þeirra nágrenni/héraði/sveit eða borg.

Einkunnarorð okkar hjá Íþróttasambandi fatlaðra eru: „Stærsti sigurinn er að vera með!“ og til þess að vera með þarf að mæta, kynna sér starfsemi aðildarfélaganna og reyna fyrir sér þangað til íþrótt eða líkamsrækt við hæfi er fundin.

Þú getur byrjað hér! Hlekkur á öll aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra.

Landsliðssundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson ríður á vaðið og skorar á alla að „Vera með“