Hlauparinn og blaðamaðurinn knái René Kujan kláraði hlaupið yfir Ísland í gær, mánudaginn 1. júlí. René hefur síðan 18. júní sl. hlaupið aleinn yfir hálendið með allan farangur, tjald, svefnpoka, mat, nauðsynjar og öryggistól í barnavagni á þremur hjólum...á 13 dögum, samtals vel yfir 500km!
Þetta gerir hann til styrktar Hollvinum Grensásdeildar og Íþróttasambands fatlaðra en það er algjörlega að eigin frumkvæði
René verður með fyrirlestur og sýnir myndir frá þessari þrekraun sinni miðvikudaginn 5. júlí kl. 15:00 í kennslustofu Grensásdeildar við Álmgerði.
Fjölmiðlafólki og velunnurum Grensásdeildar og Íþróttasambands fatlaðra er hér með boðið að berja þennan merka mann augum og hlýða á ótrúlega sögu hans, baráttu við afleiðingar fótalömunnar eftir slys, endurhæfingu og nú hlaup hans í þágu góðra málefna.
Fyrir þau sem áhuga hafa á að styðja við þessi góðu málefni, en ÖLL framlög renna 100% til þeirra, þá er einföld leið að hringja í eftirfarandi símanúmer og upphæðin tengd því símanúmeri verður þá gjaldfærð á símareikning þess/þeirrar sem hringir: 908 7997 - 1000 kr. / 908 7998 - 2000 kr. / 908 7999 - 5000 kr.
Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á bankareikning Hollvina Grensásdeildar 311-22-000818, kt. 670406-1210; og Íþróttasambands fatlaðra 313 – 26- 4396, kt. 620579-0259.