Ólympíumót fatlaðra í vetraríþróttum fer fram í Sochi í Rússlandi 7. – 16. mars 2014. Íslandi hefur verið úthlutað „kvóta“ fyrir tvo einstaklinga, karlkeppanda og kvenkeppanda. Stjórn ÍF samþykkti á fundi sínum nú nýverið tillögu Ólympíu- og afrekssviðs ÍF um að þiggja „kvóta“ þann sem Íslandi var úthlutað. Þau Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum og Jóhann Hómgrímsson frá Akureyri hafa verið valin til þess keppa í Sochi fyrir Íslands hönd í alpagreinum.
Erna Friðriksdóttir tók þátt í Ólympíumótinu í Vancuver í Kanada árið 2010 og varð þá fyrst Íslendinga til þess að ávinna sér þátttökurétt í alpagreinum vetraríþrótta fatlaðra. Síðan þá hefur Erna dvalið í Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum við æfingar og keppni og slíkt hið sama hefur Jóhann gert undangengin tvö ár. Framundan hjá þeim báðum eru nú strangar sumaræfingar þar til þau halda til Bandaríkjanna um miðjan nóvember n.k. þar sem lokaundirbúningur fyrir Ólympíumótið hefst.
Til hamingju Erna og Jóhann og gangi ykkur vel
Allar nánari upplýsingar um Vetrarólympíumótið 2014 má finna áhttp://www.paralympic.org/Events/Sochi2014 auk þess sem grannt verður fylgst með undirbúningi þeirra Ernu og Jóhanns fram að móti.