Íslandsmetin héldu velli



Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Kaplakrika sunnudaginn 9. júní síðastliðinn. Framan af móti rétt hékk „hann“ þurr en um hálfa leið í gegnum mótið rigndi nánast eldi og brennistein.
 
Frjálsíþróttafólkið mátti láta sér regnið lynda og voru margir í og við sinn besta árangur en öll Íslandsmet í frjálsum utanhúss stóðu af sér tilraunirnar í þetta skiptið. ÍF vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við mótið og heimamönnum í FH fyrir góða aðstöðu og hlýjar móttökur.
 
Hér má nálgast úrslit mótsins

Mynd/ Tomasz Kolodziejski - Aðstæður voru erfiðar á Kaplakrikavelli sökum mikillar rigningar.