Katla heimsótti ÍF og kom færandi hendi



Félagar í Kiwanisklúbbnum Kötlu heimsóttu skrifstofur Íþróttasambands fatlaðra á dögunum og komu færandi hendi með fjárstyrk. Katla hefur um árabil styrkt við íþróttastarf fatlaðra í landinu og vill ÍF koma á framfæri innilegu þakklæti til handa Kötlu og klúbbmeðlimum.

Í sumar eru m.a. tvö risavaxin verkefni þegar Heimsmeistaramót í frjálsum og í sundi fara fram, frjálsar í Frakklandi og sund í Kanada, svo starfinn er ærinn hjá fötluðu afreksfólki um þessar mundir. Viðlíka styrkur og Katla lét af hendi rakna skiptir sköpum í kostnaðarsömu afreksstarfi.

Þeir Snjólfur Fanndal, Bergur Sverrisson og Jóhannes Kristján Guðmundsson forseti Kötlu heimsóttu ÍF fyrr í mánuðinum þar sem Jóhannes afhenti Sveini Áka Lúðvíkssyni formanni ÍF fjárstyrkinn.