75 dagar í HM - IPC kyndir undir með myndbandi



Í dag eru 75 dagar þangað til heimsmeistaramótið í sundi hefst en mótið fer fram í Montreal í Kanada. Mótið verður stærsta sundmótið síðan þeir bestu mættust í London 2012.

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra hefur nú gefið út skemmtilegt myndband þar sem vel er kynnt undir keppninni og íþróttamönnum nánast att saman. Í myndbandinu má m.a. sjá Marc Evers bregða fyrir en hann keppir í flokki S14, sama flokki og Jón Margeir Sverrisson.

Vafalítið verður hart sótt að Jóni Margeiri í 200m skriðsundinu en heimsmet hans er þegar fallið, Ástralinn Daniel Fox bætti metið á dögunum í keppni í Ástralíu en Jón á þó enn Ólympíumetið og verður ekkert haggað við því fyrr en einhver syndir undir 1:59,26 mín. í Ríó 2016!

Myndband IPC: