Opinn fundur – fréttir frá IPC



Fimmtudaginn 9. maí næstkomandi verður kynning fyrir þjálfara, sundmenn, foreldra og aðra áhugasama á sundi fatlaðra.
Um er að ræða fund með Inga Þór Einarssyni sem er annar tveggja landsliðsþjálfara ÍF í sundi en hann hefur síðustu daga gert víðreist á meginlandi Evrópu.
 
Ingi sat m.a. fundi í Englandi og Þýskalandi en þar var farið yfir landslagið í sundi fatlaðra og framtíðarhorfur ræddar.
Ingi mun stýra fundinum sem fram fer í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3. hæð frá kl. 16-18 fimmtudaginn 9. maí næstkomandi.
 
Fundurinn er opinn öllum áhugasömum og sundmenn, þjálfarar og aðstandendur hvattir til þess að mæta.