Sundmennirnir koma heim í dag með 11 Íslandsmet í farteskinu



Íslensku sundmennirnir sem síðustu daga hafa keppt á opna breska sundmeistaramótinu í Sheffield á Englandi eru væntanlegir heim í dag. Liðið kemur heim með 11 Íslandsmet og fimm verðlaunapeninga í farteskinu.

Árangur íslenska hópsins ytra:

Thelma Björg Björnsdóttir setti 5 Íslandsmetí flokki S6:
50 skrið 0:40,94
100 skrið 1:25,22
200 skrið 3:04,53
400 skrið 6:14,17
200 fjórsund 4:05,01

Hjörtur Már Ingvarsonn setti 3 Íslandsmet í flokki S5:
50 baksund 0:55,35
50 flugusnd 0:59,51
200 fjórsund 4:08,72

Kolbrún Alada Stefánsdóttir setti 3 Íslandsmet í flokki S14:
100 skrið 1:05,91
200 fjórsund 2:45,18
100 bringusund 1:27,79

Kolbrún Alda fékk verðlaun í unglingaflokki:
Silfur í 100 skrið og 50 skrið
Brons í 200 skrið og 100 bringu.

Jón Margeir Sverrisson fékk gullverðlaun í A- úrslitum í 200 skriðsundi.

Ekki voru veitt verðlaun í hverjum fötlunarflokki fyrir sig, aðeins í A úrslitum og unglingaflokkum. S14 gat aðeins komist í A úrslit í IPC greinum sem eru 200 skrið, 100 bak, 100 bringa og 200 fjór. Aníta Ósk Hrafnsdóttir bætti árangur sinn í næstum öllum greinunum og var mjög nálægt að ná lágmörkum inná Heimsmeistaramótið í sundi sem fer fram í ágúst í Kanada.

Mynd/ Sverrir Gíslason: Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR setti fimm ný Íslandsmet úti í Sheffield.