Þakkir til sjálfboðaliða



Íslandsmót ÍF fór fram í og við Laugardalinn í Reykjavík um síðastliðna helgi. Keppt var í boccia, borðtennis, frjálsum, lyftingum og sundi. Sem fyrr tókst mótið vel til og hátt í 400 keppendur frá 24 aðildarfélögum ÍF tóku þátt í mótinu. Svona viðamikið mótahald í fimm íþróttagreinum er ekki mögulegt nema fyrir tilstilli sjálfboðaliða.

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg um síðustu helgi. Ykkar framlag er ómetanlegt!

Mynd/ Jón Björn: Kraftlyftingasamband Íslands sá um framkvæmd lyftingamótsins sem fram fór í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Á myndinni til vinstri í svarta bolnum er Grétar Hrafnsson landsliðsþjálfari í lyftingum hjá Kraftlyftingasambandi Íslands.