Íslandsmótið hafið í Laugardal


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra er hafið í Laugardal en hátt í 400 keppendur frá 24 aðildarfélögum ÍF taka þátt í mótinu. Í gærkvöldi lauk keppni í frjálsum íþróttum og var vel tekið á því þar sem m.a. nokkur Íslandsmet féllu.

Þegar í morgun hófst keppni í boccia í Laugardalshöll, keppni í borðtennis í íþróttahúsi ÍFR í hátúni og síðar í dag hefjast keppnir í lyftingum og sundi.

Það verður enginn svikinn af því að gera sér ferð í Laugardalinn þessa helgina og fylgjast með fötluðu íþróttafólki leiða saman hesta sína í stærsta innlenda íþróttamóti fatlaðra ár hvert.

Mynd/ Frá setningu mótsins í Laugardalshöll í morgun.
(Fylgstu með ÍF á Twitter - @Fatladir)