Julie Gowans með fyrirlestur í Laugardal á sunnudag


Sunnudaginn 21. apríl næstkomandi mun Julie Gowens, styrktarþjálfari kanadíska ólympíumótsliðsins, halda fyrirlestur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Julie hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir árangur sinn með íþróttamönnum og kemur til landsins sem gestur Íþróttasambands fatlaðra.

Fyrirlesturinn fer fram sunnudaginn 21. apríl kl. 14:00 í D-sal á 3. hæði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Julie mun aðallega fara yfir almenna styrktarþjálfun fatlaðra einstaklinga með árangur í íþróttum í huga.

Heimsókn Julie til landsins er þaulskipulögð og mun hún m.a. fylgjast með starfi þjálfara í aðildarfélögum sem gestur og fylgjast grannt með gangi mála á Íslandsmótinu og verður fróðlegt að sjá og heyra hvað hún hafi fram að færa til handa íslensku íþróttalífi.

Mynd/ Gowans er mætt til Íslands og bíður spennt eftir því að komast í kynni við íþróttahreyfingu fatlaðra á Íslandi.