
Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra:
„Það er mikil ánægja með stuðning Arion banka: ,,Við Íslendingar höfum eignast fjölda ólympíu- og heimsmeistara í íþróttum fatlaðra og stuðningurinn nú hvetur okkur til áframhaldandi afreka.“
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka;
„Það er heiður að fá tækifæri til að taka þátt í að efla íþróttir fatlaðra hér á landi. Við teljum mikilvægt að halda áfram þessu góða samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og óskum þeim velfarnaðar í því starfi sem framundan er. Það var sérstaklega mikið ánægjuefni að fylgjast með Ólympíumótinu síðasta sumar og árangur keppendanna góður og ekki á hverjum degi sem gullið skilar sér heim.“
Mynd/ Sveinn Áki t.v. og Höskuldur t.h.