Lágmörk vegna HM 2013 í frjálsum íþróttum og sundi


Ólympíu- og afrekssvið ÍF hefur að höfðu samráði við frjálsíþrótta- og sundnefnd ÍF gefið út lágmörk vegna heimsmeistarmóta fatlaðra í frjálsum íþróttum og sundi.

Vegna HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Lille í Frakklandi 20. – 29. júlí verður stuðst við þau viðmið og „kvóta“ sem gefin er út af IPC til viðkomandi landa.   Forsendur úthlutunar „kvóta“ þessa er byggður á sömu reiknireglu og notuð var við úthlutun „kvóta“ á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í London 2012.
Vegna HM í sundi sem fram fer í Montreal í Kanada 11. – 18. ágúst þurfa sundmenn að ná  a.m.k. einu A-lágmarki MQS og einu B-lágmarki MET til þess að öðlast þátttökurétt á mótið (þetta er sambærilegt við þær kröfur sem öðrum íþróttanefndum eru settar). Lágmörkum vegna HM í sundi þarf að ná eigi síðar en 1. júní á mótum viðurkenndum af IPC – Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlarða.

Jafnframt er óskað eftir að Sundnefnd ÍF hafi milligöngu um að kalla eftir skýrslum fyrir alla sundmenn sem eru nálægt A, B eða C lágmörkum. Koma þarf fram hvað þau hafa æft mikið frá því í 1. nóvember og einnig hversu mikið er áætlað að æfa fram að opna breska sundmeistaramótinu sem fram fer í Sheffield og HM í Kanada.
 
Lágmörk vegna HM í sundi
Lágmörk vegna HM í frjálsum