Æfingabúðir Íþróttasambands fatlaðra í sundi fara fram um helgina í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Þeir sem boðaðir eru á æfingarnar eru þeir sem hafa náð lágmörkum sem ÍF hefur sett og eru þau mismunandi eftir aldri, kyni og fötlunarflokkum. Tilkynning hefur þegar verið send til aðildarfélaga og þau beðin um að láta sína iðkendur vita sem eiga rétt á þátttöku við búðirnar.
Dagskráin er eftir farandi:
Laugardagur:
9:00-11:00 sundæfing 1
11:00-12:00 hvíld
12:00-13:00 matur
13:00-14:00 mælingar
14:00-15:00 hvíld
15:00-17:00 sundæfing 2
15:30-16:30 Fyrirlestur fyrir foreldra sundkrakkanna í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu. Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, mun fjalla um hvernig hið félagslega umhverfi getur haft áhrif á upplifun og árangur íþróttafólks – og þá hvernig foreldrar geta stuðlað að því að skapa uppbyggilegt umhverfi fyrir börn sín í íþróttum.
Mjög æskilegt að foreldrar landsliðsbarnanna mæti en þetta er einnig opið öðrum foreldrum sem eiga börn sem æfa íþróttir.
Sunnudagur
9:00-11:00 Sundæfing 3
Sundæfing 1
Unnið verður í æfingahegðun og farið í hluti eins og:
Stundvísi, vinnusemi, hvíldir, stað á, telja tök, telja hjartslátt, taka tíma og svo framvegis. Æfingin verður ekki erfið fyrir þá einstaklinga sem eru í fullu prógrammi, en getur örugglega tekið í fyrir einhverja yngri.
Sundæfing 2
Unnið verður í grunnþoli og halda sinni tækni út í gegnum alla æfinguna. Æfingin verður ekki erfið fyrir þá einstaklinga sem eru í fullu prógrammi, en getur örugglega tekið í fyrir einhverja yngir.
Sundæfing 3
Unnið verður í kepnishegðun og farið í hluti eins og upphitun, skipulag keppnissunda, einbeitingu og svo framvegis. Æfingin verður ekki erfið fyrir þá einstaklinga sem eru í fullu prógrammi, en getur örugglega tekið í fyrir einhverja yngri.
Mælingar
Krakkarnir verða hæðarmæld, þyngdarmæld, fitumæld og eins verða einföld styrktar- og liðleikapróf framkvæmd.