Fyrirlestur á Akureyri - Útivist fatlaðs fólks, endalausir möguleikar


Föstudagur 15. febrúar 2013 kl. 13:00-14:00  Skipagötu 14, Akureyri

Fatlaðir geta stundað útivist eins og hver annar. Stundum þarf sérstakan búnað eða aðstoðarmanneskjur til að gera fólki  þetta kleift. Með réttum búnaði komast  hreyfihamlaðir, blindir og fólk með aðrar fatlanir á skíði, skauta, í hestaferðir eða annað sem hugurinn girnist.
Beth Fox, framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled (NSCD), hefur verið með fötluðu fólki í útivist í yfir 25 ár og ætlar að miðla af reynslu sinni.  NSCD sem er staðsett í Winter Park í Colorado er leiðandi um allan heim þegar kemur að skipulagðri afþreyingu fyrir fatlaða. ww.nscd.org    Beth hefur unnið að mörgum verkefnum sem tengjast fötlun  og útivist enda  hefur hún ferðast um allan heim til þess að kynna möguleika fatlaðra á útivist.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður í Lions salnum, 3.hæð að Skipagötu 14 á Akureyri  þann 15. febrúar næstkomandi.  Hann er haldinn í tengslum við skíðanámskeið fatlaðra með þroskaskerðingu og einhverfuröskun.  Íþróttasamband Fatlaðra, Búsetudeild Akureyrarbæjar og Vetraríþróttamiðstöð Íslands standa fyrir fyrirlestrinum.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Karl Jónsson, gudmundk@akureyri.is  eða í síma 860-491