Óskað eftir tilnefningum vegna Norræna barna- og unglingamótsins 2013


Norræna barna- og unglingamótið er haldið annað hvert ár og árið 2013 fer mótið fram í Danmörku dagana 28. júlí – 3. ágúst. Skipuleggjandi mótsins er Íþróttasamband fatlaðra í Danmörku. Eins og undanfarin ár mun Íþróttasamband fatlaðra stefna að þátttöku í þessu móti og verður sérstök áhersla lögð á að hreyfihamlaðir taki þátt en erfitt reynist oft að ná til þessa hóps. Gert er ráð fyrir að um 15 íþróttakrakkar verði sendir á mótið.

Þátttakendur á mótinu eru á aldrinum 12-16 ára (fæddir 1996-2000) og valdir verða einstaklingar sem æfa með aðildarfélögum ÍF eða öðrum íþróttafélögum. Óskað er eftir tilnefningum um þá einstaklinga sem félög hafa hug á að senda á mótið. Tilnefningar skulu sendar á if@isisport.is  
Íþróttasamband fatlaðra hefur sent tilnefningar út m.a. til aðildarfélaga sambandins og fleiri. Þeir sem óska eftir því að fá sent til sín ítarlegri upplýsingar um verkefnið ásamt tilnefningarblöðum geta haft samband í síma 514 4080 eða á if@isisport.is

Við minnum á að lokaskil tilnefninga eru 20. febrúar 2013. Strax eftir lokaskil verður farið í að velja úr tilnefningum og hópurinn tilkynntur fyrir mánaðarmót.

Tekið er fram að foreldrum/forráðamönnum tilnefndra er ekki gert kleift að starfa sem fararstjórar eða þjálfarar í ferðinni en þeim er vitaskuld heimilt að ferðast á mótsstað og fylgjast með framgangi íslenska hópsins.

Mynd/ Íslenski hópurinn sem fór á Norræna barna- og unglingamótið 2011 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar skömmu fyrir brottför.