Líkt og undanfarin ár fer Opna breska sundmótið fram í Sheffiled og fer mótið að þessu sinn fram 8. - 10. apríl n.k. Sundnefnd ÍF hefur gefið út lámörk vegna mótsins sem finna má á heimasíðu ÍF www.ifsport.is undir íþróttagreinar.
Þar sem lágmörk vegna HM í sundi, sem fram á að fara í júlí/ágústmánuði n.k., hafa enn ekki verið birt verða lámörk vegna Sheffield +2% frá þeim lágmörkum sem í gildi voru fyrir Ólympíumótið 2012. Eins og fram kemur í Afreksstefnu ÍF 2013 - 2020 byggir afreksstefnan á þrem flokkum sem hafa mismunandi skyldur, kröfur og réttindi eftir því hversu langt þeir eru komnir í átt að því að vera afreksíþróttamaður.
Til að íþróttamenn geti talist til A-, B- eða C-flokks ÍF þurfa þeir að sína skýrt fram á að þeir æfi /vinni í samræmi við þau viðhorf sem afreksíþróttamenn þurfa almennt að temja sér. Til að skýra þetta frekar leggur ÍF fram leiðbeinandi viðhorf fyrir íþróttamenn sína í A-flokki (sjá viðauka 2) sem finna má á heimasíðu ÍFwww.ifsport.is undir “Um ÍF -Afreksstefna 2013 – 2020” en þar má einnig finna fleiri viðauka s.s. varðandi alþjóðlegar flokkanir afreksfólks, hluta ferðakostnaðar þátttakenda í mótum á vegum ÍF o.fl.
Áður en hægt er að velja viðkomandi sundmann í verkefni erlendis þurfa sundmenn auk tilskilinna lágmarka að skila til sundnefndar æfinga- og mætingaskýrslu fyrir síðustu tvo mánuði. Gildir þetta varðandi Sheffield og önnur alþjóðleg mót sem ÍF tekur þátt í.
Afreksstefna ÍF 2013-2020 (viðaukar eru neðst undir afreksstefnunni)
Þar sem lágmörk vegna HM í sundi, sem fram á að fara í júlí/ágústmánuði n.k., hafa enn ekki verið birt verða lámörk vegna Sheffield +2% frá þeim lágmörkum sem í gildi voru fyrir Ólympíumótið 2012. Eins og fram kemur í Afreksstefnu ÍF 2013 - 2020 byggir afreksstefnan á þrem flokkum sem hafa mismunandi skyldur, kröfur og réttindi eftir því hversu langt þeir eru komnir í átt að því að vera afreksíþróttamaður.
Til að íþróttamenn geti talist til A-, B- eða C-flokks ÍF þurfa þeir að sína skýrt fram á að þeir æfi /vinni í samræmi við þau viðhorf sem afreksíþróttamenn þurfa almennt að temja sér. Til að skýra þetta frekar leggur ÍF fram leiðbeinandi viðhorf fyrir íþróttamenn sína í A-flokki (sjá viðauka 2) sem finna má á heimasíðu ÍFwww.ifsport.is undir “Um ÍF -Afreksstefna 2013 – 2020” en þar má einnig finna fleiri viðauka s.s. varðandi alþjóðlegar flokkanir afreksfólks, hluta ferðakostnaðar þátttakenda í mótum á vegum ÍF o.fl.
Áður en hægt er að velja viðkomandi sundmann í verkefni erlendis þurfa sundmenn auk tilskilinna lágmarka að skila til sundnefndar æfinga- og mætingaskýrslu fyrir síðustu tvo mánuði. Gildir þetta varðandi Sheffield og önnur alþjóðleg mót sem ÍF tekur þátt í.
Afreksstefna ÍF 2013-2020 (viðaukar eru neðst undir afreksstefnunni)