Dagana 29. janúar til 5. febrúar 2013 fara fram í S Kóreu alþjóðavetrarleikar Special Olympics. Íþróttasamband fatlaðra sendir þrjá keppendur á leikana. Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Þórdís Erlingsdóttir og Júlíus Pálsson, frá skautadeild Aspar munu taka þátt í listhlaupi á skautum. Þau keppa í einstaklingsgreinum auk þess sem Ísland tekur þátt í parakeppni í fyrsta skipti.
2.300 keppendur frá 120 löndum taka þátt í 7 íþróttagreinum, alpagreinum, norrænum greinum, skautahlaupi, listhlaupi á skautum, snjóbrettakeppni, snjóþrúgugöngu, og hokký.
Íslenski hópurinn býr í Seoul fyrstu dagana og tekur þátt í vinabæjardagskrá 26. – 29. janúar en markmið er að þátttökuþjóðir kynnist menningu og siðum þjóða sem standa að leikunum hverju sinni.
Tveir íslenskir skólar taka þátt í skólaverkefni Special Olympics School Enrichment sem sett var upp í tengslum við leikana en það eru Hólabrekkuskóli og Fjölbrautarskólinn í Garðabæ.
Á leikum Special Olympics keppa einstaklingar með þroskahömlun, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Umgjörð alþjóðaleikanna er glæsileg og líkist umgjörð ólympíumóta fatlaðra en keppnisformið er gjörólíkt. Úrslitariðlar byggja á keppni jafningja, engin lágmörk þarf á leikana, allir fá verðlaunapening eða verðlaunaborða og því hafa margir upplifað sig sem sigurvegara í fyrsta skipti á ævinni á leikum Special Olympics samtakanna.
Íþróttasamband fatlaðra hefur verið umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi frá árinu 1989. Kennedy fjölskyldan stofnaði Special Olympics International (SOI) árið 1968, Eunice Kennedy Shriver var forsvarsmaður SOI í tugi ára en nú er sonur hennar Timothy Kennedy Shriver í forystuhlutverkinu. Alþjóðaleikar eru haldnir fjórða hvert ár og voru frá upphafi haldnir í Bandaríkjunum, jafnt sumar sem vetrarleikar. Það var fyrst árið 2003 sem leikarnir fóru fram utan USA, þá í Dublin í Írlandi, árið 2007 í Shanghai í Kína og 2011 í Aþenu í Grikklandi. Vetrarleikar fóru í fyrsta skipti fram utan USA árið 2005, þá í Japan. Næstu alþjóðasumarleikar Special Olympics verða Los Angeles 2015.
Nánari upplýsingar á skrifstofu ÍF - if@isisport.is / 514 4080
2.300 keppendur frá 120 löndum taka þátt í 7 íþróttagreinum, alpagreinum, norrænum greinum, skautahlaupi, listhlaupi á skautum, snjóbrettakeppni, snjóþrúgugöngu, og hokký.
Íslenski hópurinn býr í Seoul fyrstu dagana og tekur þátt í vinabæjardagskrá 26. – 29. janúar en markmið er að þátttökuþjóðir kynnist menningu og siðum þjóða sem standa að leikunum hverju sinni.
Tveir íslenskir skólar taka þátt í skólaverkefni Special Olympics School Enrichment sem sett var upp í tengslum við leikana en það eru Hólabrekkuskóli og Fjölbrautarskólinn í Garðabæ.
Á leikum Special Olympics keppa einstaklingar með þroskahömlun, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Umgjörð alþjóðaleikanna er glæsileg og líkist umgjörð ólympíumóta fatlaðra en keppnisformið er gjörólíkt. Úrslitariðlar byggja á keppni jafningja, engin lágmörk þarf á leikana, allir fá verðlaunapening eða verðlaunaborða og því hafa margir upplifað sig sem sigurvegara í fyrsta skipti á ævinni á leikum Special Olympics samtakanna.
Íþróttasamband fatlaðra hefur verið umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi frá árinu 1989. Kennedy fjölskyldan stofnaði Special Olympics International (SOI) árið 1968, Eunice Kennedy Shriver var forsvarsmaður SOI í tugi ára en nú er sonur hennar Timothy Kennedy Shriver í forystuhlutverkinu. Alþjóðaleikar eru haldnir fjórða hvert ár og voru frá upphafi haldnir í Bandaríkjunum, jafnt sumar sem vetrarleikar. Það var fyrst árið 2003 sem leikarnir fóru fram utan USA, þá í Dublin í Írlandi, árið 2007 í Shanghai í Kína og 2011 í Aþenu í Grikklandi. Vetrarleikar fóru í fyrsta skipti fram utan USA árið 2005, þá í Japan. Næstu alþjóðasumarleikar Special Olympics verða Los Angeles 2015.
Nánari upplýsingar á skrifstofu ÍF - if@isisport.is / 514 4080